Umsögn kennara

Númi þú ert frábær, þú ert hæfileikaríkur námsmaður, glaðlegur og jákvæður, það verður gaman að fylgjast með þér í framtíðinni.

Helga

Tyrkjaránið leikrit

Mér finnst kostirnir við að setja upp leikrit vera að fyrir próf man maður betur eftir persónum sögunnar.

Ég tel mig ekki læra námsefni betur með því að setja upp leikrit.

Helsti gallinn við að setja upp svona leikrit er að þessi atburður gerðist fyrir mörgum tugi ára.


Gæluverkefni

Við áttum að gera verkefni um hvað sem við vildum og við fengum 2 vikur til þess að klára það. Það mátti gera powerpoint, movie maker, photostory eða eitthvað annað. Ég valdi að gera um lax. Ég gerði powerpoint og náði að gera 24 glærur. Mér finnst gaman að geta valið um hvað ég ætla að vinna með. Mér finnst það af því að stundum erum við ekki að vinna með eitthvað skemtilegt. Mér finnst ekki skemmtilegt að vinna með áætlun því að ég er vanur að vinna bara eitt á eftir öðru þangað til ég er búinn. Það er ekki gott að hafa svona langan tíma fyrir verkefnið því að þá er ég of afslappaður og það endar á því að ég þarf að vera stressaður og vinna mikið á seinasta degi áður enn ég á að skila. Ef við hefðum bara fengið viku þá hefði ég unnið betur. Ég var ánægðastur með glærurnar, mér fannst ær flottar og ég lagði mikla vinnu í þær.


Danska

Við vorum að byrja að læra dönsku á þessu ári. Við vorum að læra um sagnir, mat, orðatök, hluti í skólanum, við gerðum spil og við bjuggum til fjölskyldu. Mér fannst skemtilegt að læra dönsku. Mig hefur alltaf langað að gera það því ég fæddist í Danmörku. Ég hef lært mikið í dönsku á þessu ári, ég ruglast samt stundum og bætti við enskum orðum.

Þegar við vorum að búa til spilið þá var ég með Sölva í hóp. Við gerðum ævintýraspil með dreka og álfum. Síðan á maður að gera eitthvað ef maður dregur spil.

Ég var með Elísu, Franklin og Lísu Margréti í hóp. Við áttum að ímynda okkur fjölskyldu og búa til persónuleika fyrir hvern og einn í fjölskyldunni.

 


Stærðfræði hringekja

Í stærðfræði í vetur vorum við í stærðfræði hringekju í fyrsta tíma. Hver kennari var með örðuvísi verkefni. Við þurftum að skipta um stofur. Við fengum um það bil 25 mínútur fyrir hvert verkefni. Mér fannst jákvætt að hafa mörg mismunandi verkefni. Ég hefði brjálast ef við hefðum bara verið að læra það sama. Mér fannst ekki góð hugmynd að láta okkur gera ljóð um stærðfræði. Mér fannst heldur ekki góð hugmynd að láta krakkana skipta um stofur, það hefði verið betra ef kennararnir hefðu bara skipt um stofur. Við vorum að læra um hnit, ferhyrninga, margföldun, mynstur, áttun, horn, stærðfræði ljóð og þrautir. 

 


Fuglar Náttúrufræði

Í náttúrufræði vorum við að læra um fugla sem verpa á Íslandi. Við áttum fyrst að gera powerpoint sem fjallar um alla fugla flokkana og eina fugla tegund í hverju flokki. Síðan breytist það í að við eigum bara að gera um flokkana af því að það var ekki nógu langur tími til að gera um tegundir líka. Við áttum að gera tvær glærur um hvern flokk og líka byrjunarglæru. Ég fekk allar upplýsingarnar frá www1.nams.is/fuglar/. Ég fekk allar myndirnar inná goole.is og ég fann þær með því að nota latínu orðið yfir fuglana. Mér fannst þetta verkefni áhugavert af því að ég veit ekki mikið um fugla og mig langaði að læra um þá.

Hér fyrir neðan geturu séð glærurnar sem ég gerði.


Anne Frank

Í ensku vorum við að læra um Anne Frank, stelpu sem var giðingur og lifði í felum í seinni heimstyrjöldinni. Við áttum að gera Photo Story um hana. Um fjölskyldu hennar og lífið sem hún upplifði í felum. Það var frekar erfitt að finna fjölbreytar myndir því hún lifði fyrir um það bil 60 árum. Fyrst áttum við að skrifa í stílabókina okkar aðal atriðin um Anne Frank. Síðan áttum við að fara í tölvur og finna myndir sem tengjast því sem við vorum að skrifa í stílabækurnar og síðan að setja þær inná Photo Story. Þegar við vorum búnir að því þá máttum við að skrifa eitthvað inná myndirnar. Síðan fórum við að ákveða hversu lengi myndirnar áttu að vera inná myndbandinu. Eftir það var eina sem við áttum eftir að gera var að tala inná en fyrst þurftum við að æva okkur að tala við myndbandið og ef eitthver mynd var ekki nógu lengi eða of lengi þá þurftum við að breyta tímanum. Eftir að við töluðum inná þá var myndbandið tilbúið. Mér fannst skemmtilegt að fræðast um Anne Frank því mér finnst seinni heimsstyrjöldin rosalega áhugaverð.

Hallgrímur Pétursson

Í samfélagsfræði vorum við að læra um Tyrkjaránið og Hallgrím Pétursson. Við áttum að gera powerpoint um líf og verk Hallgríms Péturssonar. Í því þarf að koma fram fæðingastaður og ár, uppvaxtarár, þegar hann var lærlingur í járnsmíði, námsárin hans í Kaupmannahöfn, hjónaband og börn, starf hans sem prestur, frægustu verk hans og ævilok. Glærurnar áttu að líta út gamaldags þanning að ég lét bakgrunninn líta út eins og gamalt blað. Mér gekk vel og náði að gera 14 glærur.


Landafræði

Við höfum verið að læra um Evrópu í landafræði. Við byrjuðum á því að fá í hverri viku heimanám sem tengist Evrópu. Fyrst áttum við að finna 3 fréttir í fréttablöðum og klippa þær út og líma þær á blað. Síðan áttum við að skrifa fréttina fyrir neðan í okkar eigin orðum. Í tímum vorum við að lesa bók sem heitir Evrópa Álfan Okkar og svo svaraði ég spurningum í vinnubókinni minni. Í heimanáminu gerðum við líka verkefni um tungumál, frægt fólk og veður í Evrópu. Svo gerði ég bók úr öllu heimanáminu og heftinu. Við áttum líka að lesa í bókinni heima svo að við skildum textann betur í tíma. Við gerðum líka Power Point um eitthvað land í Evrópu. Þegar ég kynnti Power Pointið þá fékk ég 10 fyrir glærurnar og 9 fyrir kynninguna. Við lærðum líka um nýtt forrit sem heitir Photo Story. Við áttum líka að velja land til að kynna í Photo Story. Ég valdi Grikkland og kynningin mín gekk vel. Í landafræði gerðum við líka stórt kort af Evrópu og tveir og tveir voru saman í hóp. Þeir sem voru saman í hóp fengu 2 til 3 lönd til þess að láta inná kortið sem var uppá vegg. Ég fékk Rússland og Eistland og ég var í hóp með Aðalheiði. Við áttum líka að skrifa upplýsingar um löndin á miða sem við tengdum svo við löndin á kortinu.

 

 
View more presentations from oldusel3.

Verk og list

Smíði

Ég fór fyrst í smíði í verk og list. Þar fékk ég að velja hvort ég mundi búa til lítinn bát eða bakka. Ég valdi bakka. Fyrst þurfti ég að skaffa við úr trékubbnum.Þegar ég var búinn af því var kominn hola í kubbinn og hann leit út eins og skrítinn bátur. Þegar það var búið þurfti ég að pússa hann og gera holuna slétta. Eftir það sagði ég smíðakennaranum það og hann fór að saga hluta af könntunum af kubbnum og þá leit hann meira út eins og bakki. Þá þurfti ég bara að pússa allan bakkann og þá væri ég búinn. Þegar ég var búinn af því skrifaði ég, til hamingju með afmælið amma, aftan á bakkann af því ég ætlaði að gefa henni bakkann í afmælisgjöf.

 Hreyfimyndir

Eftir smíði fór ég í hreyfimyndir. Þar var ég í hóp með Snorra, Viktori og Kristni. Við áttum að búa til stutta mynd með persónum og bakgrunnum sem við teiknuðum og lituðum sjálfir. Við ákvöðum að láta okkar mynd heita Rauðhúfa. Hún fjallar um strák sem heitir Rauðhúfa og lendir í vandræðum með úlfi þegar hún ætlar að kaupa kók handa afa sínum af því að hann er veikur.

                          2200004%20copy   rauð húfa


Næsta síða »

Höfundur

Númi Sveinsson
Númi Sveinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband